54. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 15:10


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:10

Haraldur Benediktsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur og Þóri Hrafnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 375. mál - jarðalög Kl. 15:35
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins til 2. umræðu.

Allir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit með breytingartillögu.

Haraldur Benediktsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 15:40
Nefndin fjallaði um málið.

5) Fundargerð Kl. 16:12
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15